INFO

sari maarit cedergren
Island
- Reykjavik
sími: (354) 867 6167
e-post: sari (hjá) internet.is
http://umm.is/UMMIS/Listamenn/Listamadur/139
http://local-artists.org/users/sari-maarit-cedergren

Í verkum mínum hef ég kannað áhrifavalda sem virka á samfélagið í heild sinni. Einnig skoða ég áhrif samskipta milli fólks og lífsins, skynbragða mannkyns, rýmis, umhverfis og tíma í formi skúlptúra, innsetninga og myndbanda.

Ég stundaði nám við Konstfack og KTH School of Architecture í Stókkholmi, í Academy of Fine Arts í Helsinki og við Myndlista- og handíðaskóli Íslands. Ég er fædd í Finnlandi árið 1965 en fluttist til Íslands 1986 og hefur búið og starfað hér síðan.

Á ferli mínum hef ég á undanförnum árum haldið einkasýningar í Kaapelin Galleria í Helsinki, Norræna Húsinu í Reykjavík, Slunkaríki á Ísafirði, Listasafni ASÍ og í Hafnarborg, menningar og listastofnun Hafnarfjarðar. Ég hef tekið þátt í ýmsum samsýningum á Íslandi, í Hong Kong, Skotlandi, Svíþjóð, Sviss og Þýskalandi.